- +

Litlar pavlovur með skyrkremi og ástaraldin

Botnar
4 stk eggjahvítur
2½ dl sykur
1 tsk edik

Skyrkrem
3 dl rjómi
1 dós KEA skyr með ananas og mangó
1 msk flórsykur
2 stk ástaraldin (2-3 stk)

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 150°.

2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Setjið sykurinn saman við smátt og smátt. Gott að gera 1 msk í einu og bíða á milli. Þeytið áfram í 6 mínútur þegar allur sykur er kominn saman við eggjahvíturnar.

3. Bætið ediki saman við og hrærið í 2 mínútur.

4. Setjið marensinn á ofnplötu klædda bökunarpappír. Annað hvort einn stóran botn eða nokkra litla. Setjið inn í ofninn og lækkið hitann um leið í 120°. Bakið í 1 tíma og 30 mínútur. Slökkvið á ofninum og látið kökuna/kökurnar kólna þar inni.

5. Léttþeytið rjóma. Blandið skyri saman við og hrærið áfram þar til vel blandað og nokkuð stíft. Skiptið skyrkreminu niður á kökurnar. Skafið innan úr ástaraldinunum og dreifið yfir kremið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir