- +

Ídýfa með osti og beikoni

Innihald:
125 g hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
½ dl sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 dl majónes
½ tsk. óreganó
¼ tsk. rauðar piparflögur
2½ dl Óðals Cheddar, rifinn
2½ dl Parmesanostur, fínrifinn
2½ dl salsasósa
100 g beikon, fínsaxað

Aðferð:

Hrærið saman fyrstu fimm hráefnunum. Bætið ½ dl af parmesanosti og 1 dl af Óðals Cheddar saman við. Hrærið og setjið í eldfast form.

Smyrjið salsasósunni yfir og sáldrið restinni af ostunum þar ofan á. Steikið beikonbitana og dreifið yfir ostinn. Bakið í 20 mínútur við 180°. Berið fram með nachos eða flögum að eigin vali. Ídýfuna er hægt að gera daginn áður og geyma í ísskáp.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir