- +

Grilluð pizzahorn

Innihald:
1 rúlla tilbúið pizzadeig
Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
½ tsk. pizzasósa á hvert horn
Pepperónísneiðar, saxaðar
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
Oreganokrydd

Aðferð:

Rúllið pizzadeigið út og skerði út 16 þríhyrninga.

Setjið um 1 tsk. af rjómaosti þar sem þríhyrningurinn er breiðastur.

Látið pizzasósu ofan á, svo pepperóní og loks um ½ msk. af rifnum pizzaosti og sáldrið síðan örlitlu oregano yfir.

Rúllið upp og grillið á olíupensluðu útigrilli á lágum hita þar til bökuð í gegn.

Hornunum þarf að snúa við af og til.

Hornin má líka baka í ofni við 180°. Leggið þau þá á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið þar til gullin.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir