- +

Grafið lambafillet með bláberjajógúrtsósu

Lambafillet
1 kg lambafillet
3 msk Bezt á lambið
1 msk maldon salt
½ tsk sykur

Sósa
100 g grísk jógúrt
75 gr bláberjasulta
1 tsk hlynsíróp

Aðferð:

Lambafillet aðferð:
Hreinsið alla fitu af lambafilleinu. Hrærið saman Bezt á lambið, maldonsalti og sykri. Kryddið undir kjötið og leggið það á, stráið vel af grafblöndunni. Látið standa í minnst 12 tíma í kæliskáp. Gott er að grafa ríflega af kjöti, því það er hægt að frysta lambið og grípa í það á góðum stundum þegar gesti ber að garði. 

Sósa aðferð:
Hrærið öllu vel saman, best væri ef það væri til alvöru heimalöguð bláberjasulta.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson