- +

Djúpsteiktar ostakrókettur

Ostakrókettur innihald
100 g kryddsmjör með blönduðum kryddjurtum
50 g hveiti
4 dl matreiðslurjómi
150 g rifinn paprikuostur
100 g rifinn óðalsostur
1,4 tsk cayenne pipar
10 blöð matarlím

Til hjúpunar
hveiti
egg
brauðraspur
ritzkex

Aðferð:
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Bræðið kryddsmjörið í potti og blandið hveiti saman við. Hrærið vel saman,  hellið mjólkinni saman við og látið sjóða við vægan hita í 4-5 mínútur  gætið að því að hræra vel í allan tímann. Bætið í rifnum paprikuosti og óðalsosti ásamt cayenne pipar. Hrærið vel saman.  Kreistið vatnið af matarlíminu og bætið því í blönduna, setjið í form svo blandan nái u.þ.b. 2,5-3,0 cm hæð. Kælið vel og að lokum skerið í u.þ.b. þumalstóra bita.
Myljið ritzkexið saman við brauðraspinn og blandið vel saman. Veltið upp úr hveiti, eggi og í brauðrasp, svo aftur í egg og brauðrasp.
Steikið í heitri olíu þar til bitarnir eru  orðnir gullinbrúnir. Gefið með góðu salati og salsasósu.

Hentar vel sem áramóta og hlaðborðsréttur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson