- +

Buffaló kjúklinga tacos með fetaosti

Innihald:
500 g kjúklingalundir, skornar í munnbita
Sjávarsalt og pipar
Hveiti
1 msk. olía, t.d. hvítlauksolía
1½ dl hot wings sósa
300 g kokteiltómatar, saxaðir
Safi úr 1 límónu
Handfylli af kóríander, saxað
150 g fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn

Meðlæti:
Tortillakökur eða nachos
Sýrður rjómi frá Gott í matinn

Aðferð:

Saltið og piprið kjúklingabitana og veltið þeim upp úr smá hveiti. Brúnið kjúklingabitana á pönnu upp úr olíu. Hellið sósunni yfir og látið malla smá stund eða þar til kjúklingabitarnir eru eldaðir í gegn. Látið aðeins rjúka úr og setjið í form eða á fat.

Blandið tómötum, kóríander og límónusafa saman. Saltið aðeins. Dreifið yfir kjúklinginn. Toppið með fetaostinum.

Berið fram með niðurskornum tortillakökum og sýrðum rjóma.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir