- +

Bruschetta með piparrjómaosti

Bruschetta
salt og cayenne-pipar
4 franskbrauðssneiðar, ristaðar, eða snittubrauð
90 g sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
100 g rifinn piparostur
½ avókadó, þroskað, skorið í litlar, þunnar sneiðar
1 msk. sítrónusafi
6 kokteiltómatar, skornir í fernt
1 stk. kóríanderlauf

Aðferð:
Skerið hverja brauðsneið í sex bita eða snittubrauðið í sneiðar. Smyrjið brauðbitana með sýrða rjómanum. Stráið rifna ostinum yfir, leggið eina sneið af avókadó ofan á ostinn og dreypið örlitlum sítrónusafa yfir. Skreytið hverja sneið með tómatbáti og kóríanderlaufi og bragðbætið með salti og pipar.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir