Menu
Bruschetta bar

Bruschetta bar

Hér er á ferðinni réttur sem er gaman að bera fram í léttu matarboði eða bara til tilbreytingar fyrir heimilisfólkið. Það er afskaplega skemmtilegt að sitja lengi yfir bruschetta barnum og smakka á ólíkum samsetningum og ekki ónýtt að bjóða uppá vel kælt hvítvín með herlegheitunum. Skothelt plan að góðu kvöldi. Uppáhalds samsetningarnar mínar af barnum er að setja saman á bruschettu, þeyttan salatost með sultuðum rauðlauk annars vegar og pestó með hvítlauks sveppunum hins vegar. Svo er gaman að prófa sig áfram með ólíkar samsetningar og gæða sér á því sem er í uppáhaldi.

Innihald

1 skammtar

Þeyttur ostur:

ostakubbur eða salatostur
hreinn rjómaostur frá MS
góð ólífuolía
saxaður skallottlaukur
sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk

Sultaður rauðlaukur

vænir rauðlaukar
smjör
rauðvínsedik
balsamikedik
hrásykur
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Basil- og klettasalatpestó

góð handfylli basil og önnur góð handfylli klettasalat
lítið hvítlauksrif
furuhnetur
rifinn, ferskur parmesan ostur eða Goðdala Feykir
safi úr hálfri sítrónu
góð ólífuolía (1,5-2 dl)
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Smjörsteiktir hvítlauks sveppir með sítrónu og tímían

sveppir
smjör
hvítlauksrif
fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu
sítrónusafi
þurrkað timían (líka hægt að nota ferskt)
sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk

Annað meðlæti:

snittubrauð, þunnt sneitt, penslað með ólífuolíu og grillað örstutt
ferskar mozzarellakúlur
parmaskinka
sólþurrkaðir tómatar í krukku
grilluð paprika í krukku
svartar ólífur
klettasalat

Þeyttur salatostur (áður fetaostur)

  • Þeytið allt saman í matvinnsluvél þar til silkimjúkt.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Sultaður rauðlaukur

  • Sneiðið laukinn þunnt og steikið upp úr smjörinu þar til laukurinn er brúnaður og mjög mjúkur, tekur um 10-15 mínútur. Gætið þess að laukurinn brenni ekki.
  • Hellið rauðvínsedikinu yfir laukinn og leyfið því að sjóða aðeins niður.
  • Bætið þá balsamikedikinu og hrásykri á pönnuna.
  • Leyfið að malla við vægan hita í um 15 mínútur eða þar til mestur vökvinn er gufaður upp.
  • Kryddið með smá salti og pipar. 
  • Berið fram volgt eða við stofuhita.

Basil og klettasalatspestó

  • Setjið allt nema ólífuolíu í matvinnsluvél eða blandara.
  • Blandið þar til frekar gróft mauk hefur myndast.
  • Hellið ólífuolíunni saman við og blandið stutt saman, eða hrærið olíunni saman við með skeið.
  • Mér þykir gott að hafa pestó frekar gróft, en ef þið viljið hafa það silkimjúkt, blandið olíunni þá lengur saman við í vélinni.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Geymist í lokaðri glerkrukku í ísskáp í 5-6 daga.

Smjörsteiktir hvítlauks sveppir með sítrónu og timjan

  • Sneiðið sveppina í frekar þykkar sneiðar.
  • Steikið þá upp úr smjörinu við frekar háan hita.
  • Bætið fínt söxuðum hvítlauk út á pönnuna.
  • Kryddið með timjan, salti og pipar.
  • Rífið að lokum sítrónubörkinn yfir sveppina og kreistið smá sítrónusafa yfir.
  • Berið fram volgt eða við stofuhita.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir