- +

Brauðréttur með eggjum, beikoni og Brie

Innihald
350 g beikon, skorið í bita
1 stk. lítill rauðlaukur, fínsaxaður
2 stk. hvítlauksrif, marin
12 stk. formbrauðsneiðar
1 stk. Dalabrie, 150 g, ysta lag skorið af og osturinn svo skorinn í teninga
1 stk. pera, skorin í litla teninga
2 msk. smjör
2½ dl gratínostur
6 stk. egg
4 dl rjómi
1½ tsk Dijon sinnep
sjávarsalt og svartur pipar
hlynsíróp, eftir smekk
1 dl pekanhnetur, saxaðar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Steikið beikonið á pönnu. Setjið til hliðar.

3. Steikið rauðlauk og hvítlauk í fitunni sem varð eftir á pönnunni. Blandið saman við beikonið.

4. Smyrjið eldfast mót með smá smjöri. Notið restina til að smyrja aðra hlið formbrauðssneiðanna. Skerið þær síðan í teninga og dreifið helmingnum af þeim í eldfasta mótið. Sáldrið helmingnum af beikoni-laukblöndunni yfir, helmingnum af Dalabrie bitunum, helmingnum af perubitunum og loks helmingnum af gratínostinum. Endurtakið svo leikinn, restin af brauðinu og svo koll af kolli.

5. Pískið saman eggjum, rjóma og Dijonsinnepi. Smakkið til með salti og pipar. Hellið yfir eldfasta formið. Setjið í ofninn og bakið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til eggjablandan er orðin stíf.

6. Dreypið hlynsírópi og pekanhnetum yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir