- +

Brakandi súkkulaðimús með Oreo og rjóma


100 g dökkt súkkulaði
1 msk instant kaffi
6 stk eggjahvítur
90 g sykur
8 stk Oreo kexkökur
250 ml rjómi
30 g smjör

Aðferð
Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg.Bætið kaffinu saman við og hrærið. Látið súkkulaðið kólna á meðan þið undirbúið rest. Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf líkt og marengs. Blandið súkkulaðinu varlega saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í glösin og setjið inn í ísskáp í minnst 2 klst. Grófsaxið Oreo kexkökurnar og setjið ofan á músina, þeytið rjóma og sprautið honum yfir Oreo kexið. Skreytið með restinni af Oreo kexinu. Geymist í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir