Menu
Vanillu rjómaís

Vanillu rjómaís

Vanilluís er sígildur og þetta er ein af þessum uppskriftum sem auðvelt er að tileinka sér. Þessi grunnuppskrift er góð ein og sér en ef hugur stendur til má prófa hinar ýmsu bragðsamsetningar.

Það mætti til dæmis mylja kex eða sælgæti út í ísinn, rífa súkkulaði eða bræða yfir hann, marínera rúsínur í rommi og bæta út í. Einnig er tilvalið að bæta við berjum, rista hnetur eða saxa niður þurrkaða ávexti. Þetta þarf að hræra út í ísblönduna áður en hún frýs.

Innihald

12 skammtar
vanillustöng
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
eggjarauður (5-6)
sykur
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
  • Setjið bæði fræ og stöng í pott ásamt matreiðslurjómanum og hitið að suðu en látið þó ekki sjóða.

Skref2

  • Þeytið á meðan eggjarauður og sykur saman í skál.
  • Hellið svo vanillurjómanum rólega saman við eggjarauðurnar og hrærið stöðugt í á meðan.

Skref3

  • Hellið öllu í pottinn aftur. Hafið hitann mjög vægan og hrærið stöðugt.
  • Takið pottinn af hitanum þegar blandan fer að þykkna aðeins, hellið henni gegnum sigti í skál og látið kólna vel.

Skref4

  • Léttþeytið rjómann og hrærið hann gætilega saman við ísblönduna.
  • Hellið síðan blöndunni í ísvél og frystið.
  • Ef ekki er notuð ísvél er ísinn frystur í formi og síðan tekinn út eftir hálftíma og hrært vel í.
  • Svo er hann settur aftur í frysti, tekinn út eftir hálftíma og hrært í.
  • Þetta þarf að endurtaka 3–4 sinnum.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir