Menu
Þorskhnakkar með beikoni og eplaostasósu

Þorskhnakkar með beikoni og eplaostasósu

Hráefnalistinn í þessum rétti er ekki sérlega langur en vissulega er hann saðsamur og ljúffengur. Í staðinn fyrir þorskhnakka er vel hægt að nota þykkar löngusneiðar. Berið fram með hrísgrjónum, pasta, kartöflustöppu eða soðnum kartöflum.

Innihald

4 skammtar

þorskhnakkar
beikonsneiðar
ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
eplasafi
mascarponeostur (eða rjómi) frá Gott í matinn
ferskt timjan, eftir smekk

Skref1

  • Skerið þorskhnakkann í 4 eða 8 bita.
  • Stærð bitanna fer eftir smekk og eldunartíma.
  • Saltið örlítið.
  • Vefjið beikonsneiðunum utan um bitana.

Skref2

  • Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á öllum hliðum og piprið.
  • Það á ekki að steikja fiskinn í gegn - bara þar til beikonið hefur aðeins brúnast.
  • Færið fiskinn upp á eldfast fat.

Skref3

  • Setjið eplasafa og mascarponeost/rjóma á sömu pönnu, látið suðuna koma upp, saltið og piprið og smakkið til með timjan.
  • Hellið í eldfasta fatið.

Skref4

  • Setjið í 240° heitan ofn og eldið áfram í um 12 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir