Menu
Súrdeigsbrauðsalat með ferskum mozzarella og tómötum

Súrdeigsbrauðsalat með ferskum mozzarella og tómötum

Innihald

6 skammtar
vel þroskaðir tómatar, skornir í fjóra bita
sjávarsalt
súrdeigsbrauð
jarðarber, skorin í tvennt
fersk basilíka, gróft söxuð
ítölsk steinselja, gróft söxuð
rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
kapers
ferskur mozzarellaostur (stórar kúlur) eða 1 stk fetakubbur

Salatsósa

tómatamauk
Dijon sinnep
sherry vínedik, rauðvínsedik eða balsamikedik
fínrifinn sítrónubörkur
sykur á hnífsoddi
ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar

Skref1

  • Setjið tómatana í skál og sáldrið 1 tsk. af sjávarsalti yfir.
  • Látið bíða í 10 mínútur.

Skref2

  • Rífið brauðið niður með höndunum sem og ostinn.
  • Ef notaður er fetaostur þá er hann mulinn gróft.

Skref3

  • Blandið brauðinu, ostinum, kryddjurtum, rauðlauk, jarðarberjum og kapers saman við tómatana.

Skref4

  • Pískið allt saman sem fer í salatsósuna.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Hellið yfir salatið og blandið varlega saman.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir