Menu
Sumarlegt salat

Sumarlegt salat

Heil máltíð eða meðlæti með grillmat. Handa 8 sem meðlæti eða handa 4 sem aðalréttur.

Innihald

4 skammtar

Salat

fersk basilíka, u.þ.b. 12 blöð, söxuð
salt og pipar
stórir tómatar, skornir í bita
gúrka, skorin í litla bita
rauðlaukur, fínsaxaður
lítil dós maískorn
stórt mangó eða ¼ ferskur ananas skorinn í bita
brauðsneiðar, ristaðar
hvítlauksrif
krukka Dalafeta frá MS
Óðalsostur skorinn í teninga
balsamedik

Skref1

  • Skerið niður grænmetið og ávextina og blandið saman í stórri skál.

Skref2

  • Nuddið ristuðu brauðsneiðarnar með hvítlauksrifi.
  • Skerið þær svo niður í teninga.

Skref3

  • Bætið brauðteningum, osti, kryddi og ediki út í salatið rétt áður en það er borið fram og bætið út í salatblöðum ef þið viljið.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir