- +

Sveppir fylltir með beikoni og piparosti

Innihald
6 stk stórir sveppir (stilkarnir fjarlægðir og geymdir)
1 msk smjör
½ stk lítill laukur, fínsaxaður
50 g fínskorið beikon
3 stk timjangreinar, saxaðar
1 bakki rifinn piparostur

Aðferð:
Steikið lauk, beikon, sveppastilkana og timjan í smjörinu þartil laukurinn fer að taka lit. Bætið ostinum saman við og fyllið sveppina.

Grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 8-10 mín. Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir