- +

Sumarlegar smápizzur

Pizzadeig
3 dl spelt mjöl
1½ dl hveiti
½ tsk sykur
2 msk olía
2 tsk þurrger
1½ dl volgt vatn
½ tsk salt

Á toppinn
2 dl salsasósa
100 gr rifinn ostur
1 askja smátómatar
2 pokar mozzarellakúlur

Aðferð:

Deig aðferð:
Hnoðið deigið og látið hefast. Þegar deigið er búið að hefast fletjið deigið þá út og skerið út litla hringi.
Smyrjið með salsasósu og stráið yfir mexikóosti skerið smátómata og mozzarellakúlur til helminga og setjið einn helming af hvoru á topp pizzunar. Bakið við 200° í 5-7 mín.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson