- +

Rjómaís með rommrjóma, chilisúkkulaðisósu, jarðarberjum og ristuðu hvítu súkkulaði

Innihald:
rjómaís að eigin vali og magn eftir smekk
250 g jarðarber, skorin í tvennt eða heil

Rommrjómi:
2½ dl rjómi
3 msk flórsykur
1 msk dökkt romm, má sleppa eða nota sama magn af appelsínusafa
½ tsk vanilludropar

Chilisúkkulaðisósa
2 dl rjómi
½ tsk kanill
½ tsk chiliduft (0,5-1 tsk)
150 g frekar dökkt súkkulaði, gróft saxað
½ tsk vanilludropar
sjávarsalt á hnífsoddi

Ristað hvítt súkkulaði
50 g hvítt súkkulaði, rifið niður

Aðferð:

Rommrjómi:

1. Létt þeytið rjómann og bætið síðan flórsykri, rommi og vanilludropum saman við. Þeytið áfram stutta stund.

 

Chilisúkkulaðisósa:

1. Setjið rjóma, kanil og chiliduft í pott og látið sjóða saman stutta stund.

2. Takið af hitanum og setjið súkkulaðið og vanilluna saman við. Hrærið.

 

Ristað hvítt súkkulaði:

1. Stillið ofninn á 170°.

2. Setjið súkkulaðið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið í 3 mínútur eða þar til gullið. Kælið og myljið síðan niður.

 

Berið ísinn fram með rommrjóma, jarðarberjum, súkkulaðisósu og hvítum súkkulaðiflögum eða raðið í skálar fyrir hvern og einn.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir