- +

Rjómaís með KEA skyri

Innihald:
500 ml rjómi frá Gott í matinn
3 eggjarauður
2 heil egg
100 g sykur
500 KEA skyr að eigin vali

Aðferð:

Þeytið rjóman og bætið saman við skyrið og hrærið vel. Þeytið saman eggjarauður, egg og sykur létt og ljóst. Blandið saman við rjómaskyrblönduna. Setjið í form og frystið.

 
Fleiri útfærslur:
 
KEA skyr jarðarber, muldar makkarónur og jarðarberjasult
KEA skyr vanilla og súkkulaðispænir
KEA skyr kókos og piparmintusúkkulaði
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson