- +

Kebab-pinnar með hummus og grilluðu grænmeti

Innihald:
800 g nauta- eða svínahakk, eða blanda af hvoru tveggja
85 g rifinn piparostur frá Gott í matinn
2 stk. laukar, fínsaxaðir
3 tsk. malað kummin
3 tsk. þurrkað timjan
6 stk. hvítlauksrif, fínsöxuð
3 stk. brauðsneiðar, fínrifnar
salt eftir smekk
ólíuolía til penslunar
trépinnar, bleyttir í 30 mín.

Grillað grænmeti:
paprikur og eggaldin

Aðferð:

Blandið öllu sem fer í farsið saman í matvinnsluvél eða með höndunum. Mótið það utan á grillpinnana þannig að það verði eins og þykk pylsa í laginu. Leggið pinnana í bakka eða á disk með plastfilmu á milli. Ef grilla á samdægurs er gott að leyfa þeim að standa í u.þ.b. 1 klst. í kæli svo að kjötið festist betur við pinnana. Pennslið kjötið og grillið kjötpinnana við beinan hita á öllum hliðum í 8 mín. Snúið þeim varlega svo að kjötið detti ekki af teinunum.

Kebabið er gott að borða með góðu salati, hummusi og grilluðu grænmeti, en einnig í samlokubrauði. Smyrjið þá léttristað samlokubrauð ríflega með hummusinu. Raðið grilluðu grænmeti á brauðið, leggið einn eða tvo grillpinna á hvert brauð, kryddið með chili-sósu að vild. Lokið samlokunni, haldið þétt utan um hana og dragið grillteininn úr kjötinu. Samlokurnar eru einnig einstaklega góðar kaldar.

 

Hér má finna uppskrift að hummus sósu.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir