- +

Jógúrtmaríneraður tandooriréttur með raitu

Spjót innihald
salt
500 g kjúklingabringur eða meyrt lambakjöt
180 ml hrein jógúrt (eða grísk jógúrt)
2 hvítlauksgeirar
1 msk rifinn engifer
2 msk tandoori-kryddblanda

Raita
1 stk gúrka
chili-pipar á hnífsoddi
salt
e.t.v. nokkrir dropar af hunangi
1 dós sýrður rjómi

Aðferð:

Spjót aðferð:
Skerið kjúklinginn eða lambakjötið í bita, 2-3 cm á kant. Blandið jógúrt, rifnum eða smátt söxuðum lauk, pressuðum hvítlauk og engifer í skál, veltið kjötinu upp úr blöndunni, breiðið plast yfir og látið standa í kæli, helst til næsta dags. Strjúkið þá mestalla maríneringuna af bitunum, stráið salti yfir og þræðið þá upp á málm- eða trépinna (ef notaðir eru trépinnar er best að leggja þá í bleyti í hálftíma. Grillið kjötið á útigrilli eða steikið það á grillpönnu í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, grænmeti og raitu.

Raita aðferð:
Rífið gúrkuna á rifjárni og pressið úr henni eins mikinn safa og mögulegt er (e.t.v. með því að setja hana í hreint viskastykki og kreista vel). Blandið svo öllu vel saman, smakkið og bragðbætið með salti og e.t.v. svolitlu hunangi.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir