- +

Hamborgari - Grikkinn Sorba

Borgari
tómatur í sneiðum
rauðlaukur, fínt skorinn eða graslaukur
ólífur, sneiddar
kryddolía af fetaostinum og balsamedik, hrært saman
klettasalat
Dalafeta frá MS
hamborgari
hamborgarabrauð

Aðferð:
Sneiðið niður tómata, rauðlauk og ólífur. Veltið þessu upp úr kryddolíunni og balsamedikinu ásamt klettasalatinu. Steikið borgarann eftir smekk. Hitið brauðin á efri grind grillsins. Raðið borgaranum saman, vætið hann ríflega með ediksósunni.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir