- +

Grilluð humarsamloka með ostasalati

Grillhumar
stk meðal baquettebrauð skorin í 2 helminga hvert
salatblöð
gúrka
tómatur
16 stk humarhalar (16-20 stk)
2 stk hvítlauksgeirar
2 msk olía

Ostasalat
salt og nýmulinn pipar
1 kúla ferskur mozzarella 125 gr
100 gr fetaostur í kryddolíu
1 dl blaðlaukur saxaður
½ graslaukur saxaður
½ stk ferskur mangó
1 stk ferskur rauður chili
1 dl KEA skyrdrykkur með papaja, ferskjum og ástaraldin

 

Aðferð:
Takið humarinn úr skelinni og garnhreinsið leggið í hvítlauk og olíu og látið standa í minnst 30 mínútur. Gott að láta liggja í 6-8 tíma jafnvel yfir nótt.
Lagið ostasalatið, allt er skorið smátt og blandað vel saman.
Þræðið humarhalana á grillpinna og grillið, kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.
Raðið grænmetinu og salatinu á brauðið og svo raðið grilluðum humarhölunum á brauðið.
Setjið ostasalt yfir því næst setjið toppinn á og skerið hvern helming í 2-3 bita.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson