- +

Grilluð hrossasteik með grænpiparhunangssósu og grilluðum fylltum kúrbít

Grilluð hrossasteik
1200 gr hrossalund eða hrossafillet (1200-1500 gr)
1 dl olía
1 msk villijurtablanda

Grænpiparhunangssósa
350 gr grísk jógúrt
1 dl ab mjólk
60 gr hunang
2 msk grænn pipar

Grillaður fylltur kúrbítur
2 stk kúrbítur skorinn í 6-8 cm kubba og takið helming kjarnans burtu
5 msk fetaostur
2 msk brauðraspur

Aðferð:
Skerið hrossakjötið í sneiðar og veltið því upp úr olíuunni og villujurtablöndunni látið standa í minnst 30 mínútur. Lagið grænpiparsósuna. Myljið niður grænan pipar og hitið örítið í hunanginu í örbylgjuofni. Blandið saman við gríska jógúrt og ab-mjólk. Bragðbætið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Undirbúið kúrbítinn og fyllinguna. Hitið grillið vel og byrjið á að grilla kúrbítinn. Snúið niður tæmdu hliðinni grillið vel á þeirri hlið og snúið. Setjið á vægan hita og látið fyllinguna í með skeið látið hitna og bráðna í kúrbítinn. Grillið hrossakjötið við góðan hita og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hrossakjötið skal grilla á sama hátt og nautakjöt.
Berið fram með grænpiparsósunni, kúrbítnum og góðu salati.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson