- +

Grillbrauð fyllt með camembert

Grillbrauð
2½ dl súrmjólk
2 msk agavesíróp
1 tsk hjartarsalt
5 dl hveiti (5-6 dl.)
2 stk camembert

Aðferð
Blanda saman súrmjólk og sýrópi. Bæta svo þurrefnunum út í og hnoða vel saman. Rúlla deigið í lengju og geyma í kæli í klukkustund, skipta því síðan í sirka 8 hluta.
Skerið ostinn eftir endilöngu í 4 bita hvern. Fletjið út degið og setjið einn bita af camemnbert á hvern bita pakkið inn. Grillið á útigrilli á öllum hliðum 2 mín á hvorri hlið berið fram með rifssultu eða blönduðum berjum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson