- +

Grillaðar lambasneiðar á grískan máta með fetaosti og smátómötum

Innihald
salt og nýmulinn svartur pipar
1400 gr lambasneiðar með beini (1400-1600 gr)
1 msk oregano
2 krukkur Dala feta með tómötum og ólífum
2 öskjur smáir cherry tómatar skornir í helminga

Aðferð:
Takið olíunna af 1 krukku af fetaosti og blandið með oregano, setjið lambasneiðarnar í poka og blandið olíunni vel saman við kjötið. Gott að láta marinerast í 1-2 tíma við stofuhita. Blandið saman fetaostinum og cherrýtómötunum. Kryddið með salti og nýmuldum svörtumpipar.
Grillið lambasneiðarnar, setjið á fat og hellið tómötunum og fetaostunum yfir berið fram með
tzatziki sósu og góðu salati með ólífum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson