- +

Frönsk ostabaka í nestiskörfuna

Ostabaka
Mjúkt smjör til pennslunar
salt og nýmulinn svartur pipar
1 pk frosið smjördeig
400 gr gratínostur
1 stk gullostur
2½ dl matreiðslurjómi
4 egg
½ tsk múskat
150 gr léttsteikt beikon

Aðferð:
Hitið ofninn í 170°C. Fletjið út deigið og setjið í smurt smelluform c.a. 24 cm.
Látið deigið ná upp að kantinum á forminu. Pikkið deigið örlítið með gaffli. Léttsteikið beikonið og dreifðu því í formið. Stráið 200 gr af ostinum þar yfir og raðið bitum af gullosti í formið. Hrærið saman matreiðslurjóma, egg og múskat. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið yfir ostinn og beikonið og að lokum eru sett 200 gr af gratínosti yfir.
Bakið við 175° í 35-40 mínútur. Berið fram með góðu salati.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson