- +

Bakaður hakkréttur

Innihald:
Krydd að eigin vali
Nautakraftur
Salt og nýmalaður svartur pipar
500 g hakk
300 g kartöflur
2 dl rjómi frá Gott í matinn
2 hvítlauksgeirar (2-3)
200 g gratínostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Steikið hakkið á pönnu og kryddið að eigin vali.

Skerið kartöflurnar í þunnar skífur. Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Sjóðið saman rjóma og hvítlauk, kryddið með nautakrafti, salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið yfir kartöflurnar og stráið hakkinu þar yfir. Stráið loks ostinum yfir og bakið við 200° C í 15 – 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn vel bráðnaður.
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson