Menu
Súkkulaðimöffins með ostakökufyllingu

Súkkulaðimöffins með ostakökufyllingu

Innihald

12 skammtar

smjör
kakó
hrein jógúrt
egg
sykur
vanillusykur
hveiti
lyftiduft

Ostakökufylling

eggjarauða
rjómaostur
flórsykur

Skref1

  • Stillið ofninn á 170°.
  • Bræðið smjörið og pískið kakóið saman við.
  • Látið kólna aðeins og hrærið jógúrtinu saman við.

Skref2

  • Þeytið saman í hrærivél, eggjum, sykri og vanillusykri þar til létt og ljóst.
  • Bætið kakó-smjörblöndunni saman við.
  • Hrærið.
  • Látið hveiti og lyftiduft út í og blandið saman í stutta stund.

Skref3

  • Skiptið deiginu niður í möffinsform og fyllið þau um ⅔ .

Skref4

  • Hrærið saman öllu sem fer í osktakökufyllinguna.
  • Setjið yfir súkkulaðideigið og notið gaffal til að blanda varlega saman við súkkulaðideigið, svo úr verði fallegt mynstur.

Skref5

  • Bakið í 20 mínútur.
  • Gott með létt þeyttum rjóma eða eitt og sér.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir