Menu
Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi

Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi

Klassísk súkkulaðikaka er fer í hærri hæðir með saltaðri karamellu. Ótrúlega góð blanda.

Berið fram með þeyttum rjóma, ís, mascarpone-kremi, grískri jógúrt, ávöxtum, berjum … eða bara eina og sér. Hún stendur fyllilega undir því.

Innihald

12 skammtar

Botnar

hveiti
sykur
kakó
lyftiduft
natron
salt
mjólk eða rjómi frá Gott í matinn
olía, t.d. repju-, hnetu- eða isio-olía
egg
vanilludropar
heitt kaffi

Karamella

sykur
vatn
síróp
rjómi
smjör
gæðasalt, flögur

Súkkulaðikrem (frosting)

suðusúkkulaði
mjúkt smjör
eggjarauða
vanilludropar
flórsykur
kaffiduft
heitt vatn

Botn

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Setjið öll þurrefni í hrærivélarskál, hrærið saman á lægstu stillingu og látið þau blandast vel.
  • Bætið þá mjólk eða rjóma, olíu, eggjum, vanilludropum og kaffi saman við og hrærið vel en varlega því blandan er frekar þunn.
  • Hellið í tvö smurð bökunarform. Kakan fer best í 22-23 cm formum því þá ná botnarnir meiri þykkt og kakan er veglegri og reisulegri að bera fram.
  • Setjið í ofn og bakið í 25-35 mínútur. Stingið í botnana með kökuprjóni eftir 25 mínútur og athugið hvort hann kemur hreinn út. Ef svo er þá eru botnarnir bakaðir. Gætið að því að baka þá ekki of mikið, þá verða þeir þurrari en þeir eiga að vera.
  • Kælið áður en karamellan fer á þá.

Söltuð karamella

  • Setjið sykur, vatn og síróp í pott, hrærið saman.
  • Bræðið saman þar til sykurinn fer að fá á sig gullna áferð.
  • Ekki hræra í blöndunni á meðan.
  • Takið af hitanum og hellið rjóma saman við.
  • Blandan bubblar vel en hrærið vel í á meðan.
  • Hrærið smjöri saman við og þá salti.
  • Kælið í ísskáp áður en karamellan er smurð á neðri botn kökunnar.

Súkkulaðikrem

  • Bræðið súkkulaði og kælið án þess að það taki að harðna.
  • Hrærið það þá saman við mjúkt smjör, í um 3 mínútur.
  • Setjið eggjarauðu saman við og hrærið áfram þar til súkkulaðiblandan er glansandi og kekkjalaus.
  • Bætið vanilludropum og flórsykri út í og hrærið rólega.
  • Látið kaffiduft leysast upp í heitu vatni og hellið varlega saman við kremið.
  • Hrærið áfram þar til kremið er mjúkt og létt.

Samsetning

  • Karamellan er smurð á neðri botninn, sá efri settur ofan á og súkkulaðikremið smurt á hann.
  • Skreytið með nokkrum saltflögum.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir