Menu
Súkkulaðikaka með bláberjum og rjómaosti

Súkkulaðikaka með bláberjum og rjómaosti

Bláberin bakast ofan í kökuna og rjómaosturinn smýgur um deigið – úr verður lungamjúk og bragðgóð súkkulaðikaka.

Berið kökuna fram volga og þá með rjóma eða ís.

Innihald

12 skammtar
smjör
súkkulaði
egg
vanilludropar
flórsykur
hveiti
lyftiduft
möndlur, fínt malaðar eða möndlumjöl
bláber (3-4 dl)

Rjómaostakrem

rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
eggjarauða

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Bræðið saman smjör og súkkulaði. Kælið aðeins.
  • Hrærið saman egg, vanilludropa og sykur þar til létt og ljóst.
  • Bætið við hveiti og lyftidufti.
  • Malið möndlur í matvinnsluvél.
  • Hrærið möndlumjölið saman við deigið.
  • Hellið bráðnu súkkulaðinu út í deigið í mjórri bunu og hrærið.
  • Setjið loks helminginn af berjunum varlega saman við og blandið vel en rólega með sleif svo berin springi ekki of mikið.

Skref2

  • Hrærið saman öllu hráefninu í rjómaostakremið þar til létt og kekkjalaust.

Skref3

  • Klæðið 20-22 cm form með bökunarpappír.
  • Hellið deiginu í.
  • Hellið rjómaostakreminu í mjórri bunu hring eftir hring yfir deigið í forminu.
  • Notið gaffal til að hræra kremið örlítið saman við deigið, gerið hringhreyfingar með gafflinum ofan í deigið svo úr verði marmaramunstur.

Skref4

  • Sáldrið afganginum af berjunum yfir að lokum og stingið kökunni í ofn.
  • Bakið í 40-50 mínútur eða þar til efsta lag kökunnar er orðið stinnt þegar ýtt er á það.
  • Alls ekki baka kökuna mikið, það er miklu betra að hún sé pínu blaut í miðjunni.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir