Menu
Súkkulaði bollakökur

Súkkulaði bollakökur

Bollakökur eru alltaf vinsælar í afmælum og hvers kyns veislum. Þessi uppskrift er um 12 bollakökur. 

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

hveiti
sykur
lyftiduft
kakó
egg
rjómi
smjör við stofuhita
vanilludropar
suðusúkkulaði
Smá salt

Smjörkrem:

smjör
flórsykur
vanilludropar
rjómi
suðusúkkulaði

Bollakökur - aðferð

  • Hitið ofninn í 180°C – blástur.
  • Hrærið þurrefnunum saman (hveiti, lyftiduft, sykur, kakó og salt) og setjið til hliðar.
  • Saxið suðusúkkulaðið og blandið saman við þurrefnin.
  • Setjið smjörið eitt og sér í hrærivélina þar til mjúkt og bætið þá vanilludropunum saman við ásamt rjómanum og eggjunum.
  • Hrærið þetta vel saman og bætið þá þurrefnunum saman við og haldið áfram að hræra þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Skiptið deiginu niður í 12 möffinsform og bakið við 180°C í 20 mínútur.
  • Látið kökurnar kólna vel áður en þið setjið smjörkremið á.

Smjörkrem - aðferð

  • Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og geymið til hliðar.
  • Setjið smjörið eitt og sér í hrærivélina þar til mjúkt og bætið þá rjómanum saman við ásamt vanilludropunum og bræddu súkkulaðinu.
  • Næsta skref er að setja flórsykurinn saman við og hræra þar til kremið er orðið mjúkt og fallegt.
  • Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið að vild.

Höfundur: Tinna Alavis