Menu
Stökkur cous cous kjúklingur með guacamole og mozzarella

Stökkur cous cous kjúklingur með guacamole og mozzarella

Fljótlegur og bragðgóður réttur sem er góður við ýmis tilefni. 

Innihald

1 skammtar
kjúklingalundir
cous cous
sjóðandi vatn
hveiti
egg og smá mjólk til að píska saman við
ólífuolía eða íslenskt smjör til steikingar

Guacamole

vel þroskuð avocado
sýrður rjómi
ferskur kóríander
nokkrir litlir tómatar, skornir mjög smátt
rauðlaukur, skorinn mjög smátt
hvítlauksrif
smá bútur af fræhreinsuðu rauðu chili
safi úr hálfu lime eða 1 tsk.
smá salt

Skref1

  • Setjið cous cous í skál og hellið sjóðandi heitu vatninu yfir.
  • Því næst setjið þið plastfilmu yfir skálina og látið bíða í 10 mínútur.
  • Þá er cous cous-ið tilbúið og gott er að hræra vel upp í því með gaffli.
  • Veltið kjúklingnum upp úr hveitinu, dýfið honum ofan í eggjahræruna og síðast í cous cous-ið.
  • Steikið kjúklinginn á miðlungs hita og kryddið eftir smekk þar til hann er gegnum steiktur. Það er gott að hafa í huga að ef þið veltið kjúklingnum mikið um pönnuna þá er hætt við að Cous cousið losni af.

Skref2

  • Guacamole - aðferð:
  • Setijð avocado, kóríander og hvítlauk saman í matvinnsluvél, ásamt sýrða rjómanum og chili.
  • Kreistið lime yfir og skerið svo rauðlaukinn og tómatana sér og bætið þeim við eftir á og hrærið vel saman með gaffli.
  • Blandið öllu vel saman þar til allt er orðið vel mjúkt.

Skref3

  • Þegar rétturinn er borinn fram er best að setja mikið af stökku cous cous ofan á og dreifa mozzarella osti yfir.
  • Þennan rétt er einnig hægt að setja í eldfast mót daginn eftir, dreifa mozzarella osti yfir og setja inn í ofn í 15-20 mínútur.

Höfundur: Tinna Alavis