Menu
Smalabaka - Shepherd's Pie

Smalabaka - Shepherd's Pie

Þetta er svo sannarlega matur sem flest börn ættu að elska  (og líklega margir fullorðnir).

Smalabaka eða "Shepherd's pie" er ofnbakaður réttur sem samanstendur af kjöti og kartöflustöppu.

Innihald

5 skammtar

Kjötsósa:

nautahakk
stór gulur laukur eða tveir litlir
pressuð hvítlauksrif
teningur af grænmetiskrafti (1-2 stk.)
niðursoðnir tómatar
salt eftir smekk
svartur pipar eftir smekk
Worchestershire sósa
skvetta af tómatsósu
hvítar baunir í tómatsósu
rjómaostur með svörtum pipar frá MS
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Kartöflustappa:

soðnar kartöflur (eða 4-5 bökunarkartöflur)
smjör (eða eftir smekk)
soðið vatn eftir smekk
sykur og salt eftir smekk

Kjötsósa

  • Skerið laukinn og steikið hann ásamt hvítlauknum upp úr olíu og smjöri.
  • Bætið við nautahakkið og brúnið það ásamt lauknum.
  • Hellið tómötum saman við og hrærið. Lækkið hitann. Kryddið og smakkið til.
  • Bætið baunum við í lokin og hrærið.

Kartöflustappa

  • Þvoið og sjóðið kartöflurnar.
  • Setjið þær í skál, flysjaðar eða ekki og bætið smjöri við ásamt salti og eitthvað af sykri.
  • Stappið með kartöflustappara eða hrærið í hrærivél.
  • Hellið smá af soðnu vatni saman við (ég nota soðið af kartöflunum) og hrærið í þar til stappan er mátulega þykk. Smakkið til.

Smalabaka

  • Dreifið kjötsósunni í ofnfast mót.
  • Smyrjið karötflustöppuna yfir kjötsósuna.
  • Stráið rifnum mozarellaosti ásamt rjómapiparosti hér og þar yfir stöppuna.
  • Bakið Smalabökuna í um 25-35 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og stappan hefur fengið á sig smá lit. Gott er að hafa formið í miðjuna á ofninum.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal