Menu
Smákökur með hnetusmjöri og Rolo súkkulaði

Smákökur með hnetusmjöri og Rolo súkkulaði

Þessi uppskrift er uppáhalds smáköku uppskriftin mín og hægt er að gera hana með alskonar nammi í staðin fyrir Rolo. Ég hef til dæmis prófað að nota Reeses Peanut Butter Cups, Snickers og M&M og það kemur allt rosalega vel út. Núna prófaði ég að nota Rolo súkkulaði og það er æðislegt, mæli með því að prófa það fyrir jólin

Innihald

15 skammtar
smjör
hveiti
púðursykur
hnetusmjör (gróft eða fínt)
Rolo (2,5 lengja)
egg
salt
lyftiduft
vanilludropar

Aðferð

  • Ofninn er hitaður í 180 gráður og blástur.
  • Smjörið er brætt í potti.
  • Næst er smjörinu og púðursykrinum blandað saman og hrært vel.
  • Eggi og hnetusmjöri er síðan bætt út í og næst restinni af innihaldsefnunum.
  • Það er fínt að skera Rolo-ið í tvennt eða smærra.
  • Deigið er sett í skál og inn í ísskáp í klukkustund.
  • Næst eru mótaðar litlar kúlur, fínt að ýta aðeins niður á kúlurnar með skeið áður en þær fara inn í ofn. Það mun líklega leka aðeins af karamellunni út fyrir kökurnar en það er allt í lagi það er nóg af henni inn í kökunum.
  • Kökurnar fara í ofninn í 10-12 mínútur og kældar í 10 mínútur áður en þær eru teknar af plötunni. 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir