Menu
Skyrterta með jarðarberjum

Skyrterta með jarðarberjum

Hér má einnig nota tilbúinn keyptan botn.

Innihald

12 skammtar

Svampbotn (aðkeyptur eða heimagerður)

egg
sykur
hveiti
lyftiduft
vanilludropar
smjör, brætt og kælt

Toppur

jarðarberjasulta
balsamikedik
Ísey skyr jarðarber
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
fersk jarðarber, eftir smekk

Svampbotn

  • Stillið ofninn á 180°.
  • Þeytið egg og sykur saman dágóða stund þar til létt og ljóst. Setjið vanilludropa saman við. Hrærið.
  • Sigtið helminginn af hveitinu yfir skálina með eggjahrærunni. Blandið varlega saman við með sleikju eða skeið. Sigtið síðan restina af hveitinu og lyftiduftinu og hrærið gætilega. Endið á því að setja smjörið saman við.
  • Setjið deigið í bökunarform sem er 24 cm í þvermál og klætt bökunarpappír. Bakið 15-20 mínútur.
  • Kælið þar til sulta og skyrkrem fara ofan á.

Toppur

  • Setjið sultu og balsamikedik í pott.
  • Látið suðuna koma upp. Lækkið verulega, hrærið og látið malla í 5 mínútur. Setjið til hliðar.
  • Léttþeytið rjómann. Setjið skyr og flórsykur saman við. Hrærið þar til stíft.
  • Smyrjið tertubotninn með sultunni.
  • Setjið síðan skyrkremið þar yfir.
  • Skreytið loks með jarðarberjum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir