- +

Salat með rækjum mexíkóosti og kotasælu með avocado

Innihald
1 poki blandað salat u.þ.b.250 g
12 stk cherrytómatar
300 g rækjur
1 stk mexíkóostur
100 g rauðlaukur
½ agúrka skræld og kjarnhreinsuð

Dressing
rifin piparrót eftir smekk
salt og nýmalaður svartur pipar
2 stk avocado
1 msk sítrónusafi
300 g kotasæla
2 tsk dijon sinnep

Aðferð:
Afþýðið rækjurnar. Skerið cherrytómatana í fjóra hluta og skerið mexikóstinn í teninga. Saxið rauðlaukinn og skerið gúrkuna í sneiðar blandið öllu vel saman og að lokum rétt áður en salatið er borið fram blandið saman við einum poka af blönduðu salati. Setjið kotasælu og avocado dressinguna yfir salatið. Berið fram sem forrétt eða hluta af hlaðborði.
Aðferð:

Skerið avocadoið í tvennt og fjarlægið steininn, takið avocadokjötið úr berkinu og saxið eða stappið saman með 1 msk af sítrónusafa, blandið saman við kotaæluna ásamt dijon sinnepi og piparrót hrærið vel saman. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson