- +

Reyklaxasalat með rjómaosti og grískri jógúrt

Reyklaxasalat
salt og nýmalaður svartur pipar
200 g reyktur lax
50 g blaðlaukur
350 ml grísk jógúrt
125 g rjómaostur með kryddblöndu

Aðferð:
Maukið reykta laxinn í matvinnsluvél ásamt blaðlauknum. Takið úr matvinnsluvélinni og setjið í skál. Hrærið saman við grísku jógúrtinni og rjómaostinum með kryddblöndu. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hægt er að nota þetta laxasalat á brauðtertur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson