- +

Rauðbeðu, gráðaosta og möndlusalat

Rauðbeðusalat
1 krukka niðurlagðar rauðbeður
1 box rifinn gráðostur
100 g möndlur
3½ dl rjómi


Aðferð:
1. Sigtið safann frá rauðbeðunum og leggið á pappír. Skerið í ræmur. (ekki nauðsynlegt)
2. Ristið möndlurnar inni í ofni á 160°C í 8 mínútur.
3. Léttþeytið rjómann.
4. Blandið öllu saman í skál, rjómanum seinast.
5. Skreytið með afgangsmöndlum.

Húsráð:
Sykraðar möndlur er mjög auðvelt að gera fyrir þetta salat til að gefa smá sætu. Þá er einni teskeið af cointreau blandað útí 100 g af möndlum, svo er 25 g af flórsykri sigtað yfir. Möndlurnar eiga að vera rakar, ekki blautar áður en flórsykurinum er blandað saman við. Síðan eru möndlurnar ristaðar við 170°C í 15 mínútur.

 

Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara