- +

Pastasalat með sterkkryddaðri kotasælu og grænmeti

Pastasalat innihald
500 g pasta að eigin vali
200 g rauðlaukur
300 g paprika
250 g serrí tómatar (einning hægt að nota aðrar tegundir)

Sterkkrydduð kotasæla innihald
salt og nýmalaður svartur pipar
500 g kotasæla
125 g rjómaostur með svörtum pipar
1½ dl hrein jógúrt
1 tsk blue dragon chillimauk
2 tsk kummin krydd

Aðferð:

Pastasalat aðferð:
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka. Kælið pastað og blandið saman við grænmetið sem hefur verið skorið í bita. Blandið loks saman við sterkkryddaðri kotasælu.
               
 
Sterkkrydduð kotasæla aðferð:
Hrærið öllu vel saman og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar

Höfundur: Árni Þór Arnórsson