- +

Kúskússalat frá Miðjarðahafinu

Innihald:
safi og fínrifinn börkur af 1/2 sítrónu
salt og pipar
250 g kúskús
300 ml heitt vatn
1 tsk. malað kummin og 1/2 tsk kanill
4 þurrkaðar apríkósur eða 2 msk. rúsínur
2 rauðar paprikur, grillaðar og afhýddar
1 krukka Dala fetaostur í olíu, t.d með tómötum og ólífum
½ lítill rauðlaukur fínt saxaður
2 tómatar saxaðir
4 msk. af fínsöxuðum ferskum eða þurrkuðum kryddjurtum (4-6 msk) t.d myntu, steinselju, basilíku og kóríander

Aðferð:

Fyrir 4 persónur. Frábært salat með  næstum því hvaða mat sem er og geymist í kæli í 1-2 daga.

Lagið kúskúsið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en bætið kummini, kanel, apríkósum eða rúsínum og svolitlu salti út í vatnið sem hellt er yfir kúskúsgrjónin. Skerið paprikurnar í litla bita og hellið olíunni af fetaostinum. Blandið papriku og fetaosti saman við kúskúsið ásamt rauðlauk, tómötum, sítrónusafa, fínrifnum sítrónuberki og kryddjurtum eftir smekk. Hrærið vel og kryddið með pipar og salti eftir smekk.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir