- +

Kjúklingasalat með grískri jógúrtdressingu

Innihald:
1 bolli vínber skorin í tvennt
¼ púrrulaukur smátt skorinn
½ stk. lime
1 poki blandað salat
2 kjúklingabringur - eldaðar og kældar
½ stk. rauð paprika
Pekanhnetur eftir smekk
Salt eftir smekk
3 msk. grísk jógúrt frá Gott í matin
3 msk. Dala fetaostur (reyna að taka aðeins af olíunni af)

Aðferð:

Öllu nema blönduðu salatinu er hrært saman í skál. 

Ef þið ætlið að bera salatið fram seinna eða taka með í nesti þá væri sniðugt að láta þessa blöndu í box og hafa blandaða salatið sér þangað til salatið er borið fram.

Salatið er síðan borið fram og hægt að bæta við pekan hnetum á toppinn til að gera það extra lekkert.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir