- +

Kartöflusalat með rjómaostaskyrdressingu

Salat
salt og nýmulinn svartur pipar
1 kg soðnar kartöflur
2 ds (125 gramma) rjómaostur með svörtum pipar
1½ dl sýrður rjómi
200 gr skyr
1 msk þurrkuð steinselja
1 dl vatn
1 stk mexíkóostur rifinn niður

Þessi uppskrift dugar sem meðlæti fyrir átta manns.

 

Aðferð:

Hrærið saman rjómaostinum, sýrða rjómanum, skyri og vatni. Kryddið með salti og pipar og bætið í þurkaðri steinselju. Rífið mexikóostinn saman við og bætið við niðurskornum kartöflum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson