- +

Humarsumar salat á gratíneruðu ostabrauði með hundasúru-jógúrt dressingu

Salat
salt
20 meðalstórir humarhalar
1 stk agúrka
10 tómatar nýuppteknir tómatar (helst nokkrar gerðir)
1 stórt gróft brauð - að eigin vali úr t.d. bakaríi
100 g mozarella ostur rifinn frá MS
100 g grískt jógúrt frá MS
50 g hundasúrur eða önnur kryddjurt
50 g smjör
10 g steikingarolía t.d. Isio4 hollustuolía
10 g kaldpressuð repjuolía eða ólívuolía
10 g eplaedik t.d. frá Claus Meyer
50 g salat eða kryddjurtir og kryddjurtastilkar að eigin vali

Aðferð:
1.
Ofninn hitaður í 200°C
2. Brauðið skorið í fjórar þykkar og flottar sneiðar, sneiðarnar svo lagðar á bökunarplötu og vel af bræddu smjöri pennslað yfir brauðin.
3. Þá er mozarella ostinum einnig sáldrað yfir brauðin og þau svo ristuð inní ofninum í 10 mínútur.
4. Humarinn er skelfléttur og svo steiktur á heitri pönnu í olíu í eina mín á sitthvorri hliðinni. Í blálokin er smjörklípu bætt á pönnuna og humrinum velt vel upp úr smjörinu.
5. Agúrkan er skorin í þunna borða með kartöfluflysjara eða mandólín rifjárni. Þá er smá af repjuolíu skvett yfir ásamt ögn af eplaediki og salti og agúrkan dressuð vel.
6. Gott er að nota græna, rauða og gula tómata. Þeir eru skornir í báta eða sneiðar allt eftir því hvernig maður vill helst hafa þá. Þeir eru þá einnig dressaðir með repjuolíu, eplaediki og salti.
7. Jógúrtin er hrærð upp í skál og hundasúrurnar skornar í þunna strimla og hrært saman við. Sósan er svo smökkuð til með salti og ögn eplaediki.
8. Salatið og kryddjurtirnar skolaðar og skornar til.
9. Réttinum er því næst raðað upp og borinn til borðs. 

Húsráð: Skemmtilegt er að nota hinar ýmsu tegundir af villtum kryddjurtum og blómum sem maður tínir útí í garði.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara