- +

Salat með karmelluðum valhnetum og Dala Auði

Innihald
1 poki blandað salat
smá ruccola
½ stk rauðlaukur
trönuber eftir smekk
valhnetur eftir smekk
1 stk sítróna
1 bolli sykur
½ bolli vatn
balsamic vinegar
1 stk Dala Auður

Aðferð:

Valhneturnar eru settar í ofn í 20 mínutur, teknar út og látnar kólna.

Í pott fer 1 bolli sykur á móti hálfum bolla vatni og látið malla þar til sykurblandan byrjar að verða brún þá er potturinn strax tekinn af svo sykurinn brenni ekki.

Valhneturnar eru settar á bökunarpappír og karamellunni hellt varlega yfir þær. Karamellan þarf ekki að þekja hneturnar heldur er gott að hafa bara smá á hverri hnetu.

Öllu er svo blandað saman í skál og toppað með nokkrum sítrónudropum og balsamic.

Höfundur: Gígja S. Guðjóns