- +

Perusalat með fíkjum, hráskinku, camembert-rjómasósu og karamelluvalhnetum

Camembert-rjómasósa:
1 stk. camembert, skorinn í bita
1 dl rjómi eða matreiðslurjómi
Svartur pipar

Karamelluvalhnetur:
1 msk. sykur
1 msk. smjör
sjávarsalt á hnífsoddi
60 g valhnetur

Salat:
Ríflegt handfylli af klettasalati
2 stórar perur, skornar í þunnar sneiðar
örlítill sítrónusafi
1 tsk. ólífuolía
4 stk. ferskar fíkjur, skornar í báta
Nokkur bláber eða brómber
Hráskinka eftir smekk

Aðferð:

1. Bræðið saman á pönnu sykur og smjör. Veltið valhnetum upp úr þar til klístrað. Saltið. Setjið til hliðar.

2. Hitið rjóma í potti á lágum hita. Setjið camembert út í og látið hann bráðna. Hrærið og piprið.

3. Dreifið klettasalati á fat. Setjið perubita yfir. Kreistið smá sítrónusafa yfir og dreypið á með ólívuolíu. Raðið þá fíkjum, hráskinku, bláberjum og valhnetum þar ofan á. Toppið loks með ostasósunni. Berið fram með súrdeigsbrauði.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir