- +

Kúskússalat með fetaosti og sítrussósu

Kúskússalat með fetaosti:
2 dl kúskús
2 dl sjóðandi vatn
Ögn af grænmetiskrafts teningi
Handfylli af saxaðri steinselju
Handfylli af söxuðu kóríander
50 g ristaðar furuhnetur
100 g mulinn fetakubbur eða meira eftir smekk

Sítrussósa:
3 msk. ólífuolía
1 msk. hvítvínsedik
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. fínsöxuð niðursoðin sítróna
Salt og svartur pipar
Hunang

Aðferð:

Byrjið á að útbúa salatsósuna. Pískið saman fyrstu fjórum hráefnunum. Smakkið til með hunangi, salti og pipar.

Setjið kúskús í skál. Setjið smá grænmetiskraft með. Hellið sjóðandi vatni yfir og hyljið síðan skálina með álpappír í 5 mínútur. Hrærið svo í með gaffli og hellið sítrussósunni saman við. Hrærið.

Blandið furuhnetum, kryddjurtum og fetamulningi saman við. Saltið og piprið ef þurfa þykir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir