- +

Kínóasalat

Hráefni
1 bolli kínóa, ósoðið
1 stk. stór laukur
150 g sætar kartöflur (150-200 g)
100 g hreinn fetaostur; fetakubbur frá Gott í matinn
ögn af steinselju

Aðferð:

Setjið tvo bolla af vatni í pott og látið koma upp suðu. Bætið við kínóa ofan í og látið malla á meðalhita. Í raun er þetta eins og að sjóða hrísgrjón. Sigtið og látið kólna.

Skerið sætar kartöflur í bita og sjóðið þar til tilbúnar. Mér finnst best að gufusjóða.

Skerið lauk í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnu og látið hitna. Steikið laukinn þar til orðinn gylltur.

Blandið öllu saman og bætið svo rifnum fetaosti út í. Ég nota hreinan fetaost frá MS Gott í matinn.

Skreytið svo með smá steinselju.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir