- +

Kartöflumús með Óðals Tindi

Innihald:
1 kg kartöflur
100 g smjör
200 ml rjómi frá Gott í matinn
1 stk. Óðals Tindur
⅓ múskathneta
Salt og pipar

Aðferð:

Flysjið kartöflurnar.

Sjóðið í söltu vatni og hellið svo vatninu frá.

Skerið smjörið í bita og stappið saman við heitar kartöflurnar.

Raspið ostinn og hrærið saman við.

Bætið við rjóma, salti og pipar og 1/3 af múskathnetu sem þið raspið saman við.

Hrærið og teygið eins og þið getið og leggið á disk.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson