Menu
Kartöflugratín með Óðals-cheddar

Kartöflugratín með Óðals-cheddar

Kartöflugratín passar vel með öllu kjöti og fisk og Óðals Cheddar osturinn gefur þessu gratíni sérstaklega gott bragð.

Innihald

1 skammtar
kartöflur, magn eftir smekk
rjómi
laukur
Óðals-cheddar ostur

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C (undir & yfir hiti).
  • Skrælið kartöflurnar, skerið þær í sneiðar og raðið í botninn á eldföstu móti.
  • Saxið laukinn smátt og dreifið yfir kartöflurnar.
Skref 1

Skref2

  • Setjið Cheddar ostinn í matvinnsluvél þar til hann er orðinn að kurli og stráið yfir allt.
  • Hellið rjómanum yfir.
  • Eldið kartöflugratínið í 1 klst.

Höfundur: Tinna Alavis