- +

Grænmeti með þrenns konar ídýfum

Mangó-ídýfa
örlítið karríduft
hvítur pipar
salt
200 g grísk jógúrt
2 msk mangó-chutney
1 tsk sítrónusafi

Chilli-ídýfa
hvítur pipar
salt
200 ml jógúrt án ávaxta
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 tsk rautt og 1 tsk grænt chili-aldin, mjög smátt saxað
1 msk vorlaukur eða graslaukur, mjög smátt saxaður

Basilíku-ídýfa
pipar
salt
200 g sýrður rjómi
2 tsk nýrifinn parmesanostur

Aðferð:

Mangó-ídýfa: Allt hrært vel saman, smakkað og bragðbætt með pipar og salti.

Chilli-ídýfa : Jógúrt, hvítlaukur, pipar og salt hrært vel saman og hinu síðan hrært saman við.

Basilíku-ídýfa: Allt hrært vel saman, gjarna í matvinnsluvél.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir